Viðskipti erlent

Branson gefur helminginn af auðæfum sínum

Breski auðmaðurinn Richard Branson er nú kominn í hóp þeirra milljarðamæringa sem ætla að gefa helminginn af auðæfum sínum til góðgerðarmála.

Í þessum hópi eru fyrir menn á borð við Bill Gates stofnenda Microsoft og ofurfjárfestirinn Warren Buffett. Frá því að hópur þessi var stofnaður árið 2010 hafa rúmlega 100 bandarískir milljarðarmæringar gengið í hann en þeir lofa að gefa helminginn af eignum sínum fyrir eða eftir andlát sitt.

Branson sem er stofnandi Virgin flugfélagsins er talinn eiga rúmlega 400 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×