Handbolti

Annað óvænt tap hjá Emsdetten

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði sex mörk fyrir Emsdetten sem tapaði afar óvænt fyrir Eintracht Hildesheim í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld, 31-23.

Staðan í hálfleik var 19-12, Hildesheim í vil og var sigur liðsins aldrei í hættu í kvöld. Ernir Hrafn Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Emsdetten í leiknum, þar af eitt af vítalínunni.

Þetta var reyndar annað óvænta tap Emsdetten í röð því fyrir nokkrum dögum síðan tapaði liðið fyrir botnliði Ferndorf, 28-27.

Emsdetten er þó enn með sex stiga á forystu á toppi deildarinnar en næstu lið á eftir, Bergischer og Eisenach, unnu bæði leiki sína í kvöld. Bæði lið eru með 30 stig.

Eisenach vann Erlangen, 22-17, og skoraði Hannes Jón Jónsson fimm mörk fyrir fyrrnefnda liðið. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Eisenach.

Þá hafði Bergischer betur gegn Hamm-Westfalen, 33-30. Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í kvöld.

Þá vann Aue, lið Rúnars Sigtryggssonar, góðan sigur á Henstedt-Ulzburg, 30-18. Sveinbjörn Pétursson markvörður spilar með Aue sem er í tólfta sæti deildarinnar með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×