Viðskipti erlent

Dow Jones vísitalan sló met

Dow Jones vísitalan á Wall Street sló met í gærkvöldi þegar hún fór yfir 14.250 stig. Hefur vísitalan þar með slegið fyrra met sem sett var í október árið 2007.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að þar með hafi það tekið hlutabréfamarkaðinn 65 mánuði að ná sér eftir verstu fjármálakreppu sem skollið hefur á Bandaríkin síðan árið 1930.

Fram kemur að ein vísitala í viðbót hafi náð fyrri hæðum eftir kreppuna en það er C20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×