Viðskipti erlent

FIH bankinn í sérstökum áhættuhópi

FIH bankinn er einn af átta bönkum sem eru í sérstökum áhættuhóp hjá danska fjármálaeftirlitinu. Þessa banka gæti skort fjármagn til að lifa af í nánustu framtíð.

Auk FIH bankans eru þetta m.a. Vestjysk Bank, Totalbanken og Catobank. Samtals nema útlán þessara banka um 50 milljörðum danskra króna, þar af heldur FIH bankinn á um þriðjungi þeirrar upphæðar eða rúmlega 16 milljörðum danskra króna.

Eins og fram hefur komið er ríflega helmingur af söluverði FIH bankans til Seðlabanka Íslands bundið við gengi FIH fram á næsta ár. Sennilega er það tapað fé en um ríflega 40 milljarða króna er að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×