Handbolti

Gunnar og félagar fyrstir til að vinna PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Nantes urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að vinna Paris Saint-Germain í Íslendingaslag í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Nantes-liðið vann leikinn 26-24 en PSG var búið að vinna 17 fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu.

Parísarliðið komst mest þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en heimamenn í Nantes komu sterkir til baka og tryggðu sér óvæntan sigur.

Gunnar Steinn náði ekki að skora í kvöld en reyndi tvö skot. Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk úr 4 skotum hjá PSG en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað.

Valero Rivera var markahæstur hjá Nantes með 8 mörk en Jorge Maqueda Peno skoraði 6 mörk. Arnaud Siffert varði 16 skot í markinu.

Mikkel Hansen og Marko Kopljar skoruðu báðir sjö mörk fyrir PSG, Hansen úr 14 skotum en Kopljar úr tíu skotum.

PSG er með sjö stiga forskot á Montpellier á toppnum en Nantes er nú í fimmta sætinu, tólf stigum á eftir toppliði PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×