Körfubolti

Marsgeðveikin í algleymingi | Myndband

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Leikmenn Florida Gulf Coast fögnuðu vel.
Leikmenn Florida Gulf Coast fögnuðu vel.
Hin svokallaða „marsgeðveiki" stendur nú sem hæst þegar úrslitakeppnin í háskólakörfuboltanum er í fullum gangi. Íþróttalífið í Bandaríkjunum fer nánast á hliðina þegar 64 bestu háskólarnir í körfuboltanum hefja keppni í landsúrslitum.

Tvö mjög óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós í 64-liða úrslitum. New Mexico féll óvænt úr leik eftir tap gegn Harward, 62-68. Margir höfðu spáð New Mexico góðu gengi í landsúrslitum og því komu úrslitin talsvert á óvart.

Margir töldu einnig að Georgetown gæti farið alla leið í undanúrslit í ár enda varð liðið í öðru sæti í suðurdeildinni. Þeir féllu hins vegar úr keppni eftir tap gegn Florida Gulf Coast, 68-78. Ein óvæntustu úrslitin um árabil en Florida Gulf Coast var 15. sterkasta liðið í Suðurdeildinni.

Hér að neðan má sjá magnað samspil þeirra Bret Comer og Chase Fieler hjá Florida Gulf Coast sem endar með einni vænni troðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×