Handbolti

Rær á ný mið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Árni Ólafsson
Guðmundur Árni Ólafsson Heimasíða Bjerringbro/Silkeborg
Handknattleikskappinn Guðmundur Árni Ólafsson mun yfirgefa herbúðir danska úrvalsdeildarliðsins Bjerringbro/Silkeborg að loknu yfirstandandi tímabili.

Guðmundur Árni var í viðtali í Sportþættinum Mánudagskvöld á Suðurland FM í gærkvöldi. Þar sagðist Guðmundur Árni vera að skoða tilboð frá öðrum liðum í Danmörku en einnig liðum í Svíþjóð og Þýskalandi.

Guðmundur Árni, sem lék með Selfyssingum og Haukum áður en hann hélt utan fyrir tæpum tveimur árum, spilar í stöðu hægri hornamanns.

Íslendingar munu þó eiga fulltrúa í liði Bjerringbo/Silkeborg á næstu leiktíð. Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hefur gengið frá samningi við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×