Handbolti

Hvíta-Rússland heldur sínu striki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland hafðu betur gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalshöllinni í haust.
Ísland hafðu betur gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalshöllinni í haust. Mynd/Valli
Hvíta-Rússland er komið upp í annað sæti í riðli Íslands í undankeppni EM 2014. Hvít-Rússar unnu Rúmena á útivelli í dag, 34-31.

Siarhei Rutenka var atkvæðamestur í liði Hvíta-Rússlands með ellefu mörk en liðið var með fimm marka forystu í hálfleik, 18-13.

Hvíta-Rússland er nú með fimm stig eftir fjóra leiki en Ísland er í efsta sætinu með sex stig. Íslendingar eiga leik til góða gegn Slóvenum síðar í dag. Sá leikur hefst klukkan 16.00.

Slóvenía hefur að miklu að keppa í dag þar sem liðið er nú í þriðja sæti og tveimur stigum á eftir Hvíta-Rússlandi. Efstu tvö liðin komast áfram á EM í Danmörku.

Rúmenar eru í neðsta sæti riðilsins án stiga og eru úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×