Handbolti

Kári: Ég fékk skýrt já

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári með Guðmundi B. Ólafssyni, varaformanni HSÍ, á blaðamannafundinum í dag.
Kári með Guðmundi B. Ólafssyni, varaformanni HSÍ, á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Stefán
Kári Kristján Kristjánsson segist hafa fengið skýr svö frá tveimur læknum hjá Wetzlar um að hann mætti spila með íslenska landsliðinu í Slóveníu.

Kára var sagt upp störfum í gær eftir að hann spilaði með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu á miðvikudaginn.

Þegar Kári lenti á Keflavíkurflugvelli í gær fékk hann að vita að það hefði verið gert opinbert í fjölmiðlum.

„Það kom mér algjörlega í opna skjöldu. Annars væri ég ekki að segja mína hlið á þessu máli," sagði hann við Vísi í dag.

Kári var skráður á sjúkralista Wetzlar til 4. apríl. Hann kom til móts við landsliðið um síðustu helgi og læknar landsliðsins mátu þá að hann væri leikfær. Kári hafði því samband við lækna Wetzlar og báðu um að skrifa hann leikfæran frá og með 2. apríl.

„Vinnureglan í þessum málum er að maður þarf að sinna tilkynningaskyldu og ég gerði það. Ég hafði samband við báða læknana hjá Wetzlar og þeir gáfu mér skýrt „já"," segir Kári.

Miðað við viðbrögð forráðamanna Wetzlar hafa þeir allt aðra sögu að segja. Þeir segjast ekki hafa gert ráð fyrir Kára fyrr en í maí og að hann hafi aðeins fengið leyfi til að fara til Íslands til að fá meðhöndlum hjá læknum landsliðsins. Það hafi svo komið þeim algjörlega í opna skjöldu að sjá hann spila í Slóveníu.

Staðan virðist því orðin þannig að orð standi gegn orði.

„Því miður er það þannig og ég veit ekki hvernig þetta fer allt saman. Nú erum við að kanna okkar stöðu með lögfræðingum í Þýskalandi."


Tengdar fréttir

Magnaður sigur í Maribor

Íslenska landsliðið í handknattleik vann magnaðan sigur, 28-29, á Slóvenum í Maribor í kvöld. Íslenska liðið átti magnaða endurkomu í síðari hálfleik og vann frækinn sigur.

Rekinn frá Wetzlar

Þýska úrvalsdeildarfélagið Wetzlar rak landsliðsmanninn Kára Kristján Kristjánsson frá félaginu í gær. Félagið segir Kára hafa gerst sekan um brot á samningi við félagið og þess vegna hafi félagið ákveðið að segja upp samningnum.

Fyrirliði Wetzlar orðlaus

Michael Müller, fyrirliði Wetzlar, lýsir mikilli furðu yfir þeirri ákvörðun Kára Kristjáns Kristjánssonar að spila með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu í fyrradag.

Verður Kári rekinn frá Wetzlar?

Þýska dagblaðið Giessener Allgemeine greinir frá því í dag að forráðamenn Wetzlar eru afar óánægðir með að Kári Kristján Kristjánsson hafi spilað með íslenska landsliðinu í gær.

Aron: Óþolandi vinnubrögð hjá Wetzlar

Vísir fylgdist með blaðamannafundi HSÍ í beinni textalýsingu. Tilefnið var leikur Íslands og Slóveníu í Laugardalshöllinni á sunnudag.

Datt næstum því úr sófanum þegar ég sá Kára spila

Wetzlar hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við íslenska landsliðslínumanninn Kára Kristjánsson eftir að Kári lék með íslenska landsliðinu í Slóveníu í gær. Félagið vissi ekki betur en að Kári væri í veikindaleyfi heima á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HSG Wetzlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×