Handbolti

Fjögur lið með sex stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svartfellingar lentu í basli með Ísrael í gær.
Svartfellingar lentu í basli með Ísrael í gær. Nordic Photos / AFP
Alls eru fjögur lið enn með sex stig af sex mögulegum í undankeppni EM 2014 en Ísland er í þeim hópi.

Hin liðin eru Spánn, Frakkland og Svartfjalland en síðastnefnda þjóðin vann nauman sigur á Ísrael á heimavelli, 29-28, með sigurmarki á lokamínútunni.

Mótspyrna Ísraela kom á óvart en þeir voru lengst af með undirtökin í leiknum. Mest varð forysta þeirra fjögur mörk, í stöðunni 15-11.

Hið sama gerðist hjá íslenska liðinu sem vann Slóveníu, einnig 29-28, með sigurmarki Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar skammt var til leiksloka.

Frakkland vann Noreg, 29-22, þar sem Norðmenn náðu að standa í Ólympíumeisturunum í um 50 mínútur.

Úrslit gærdagsins:

A-riðill:

Makedónía - Spánn 17-24

Í kvöld: Sviss - Portúgal

Staðan: Spánn 6, Portúgal 2, Makedónía 2, Sviss 0.

B-riðill:

Svartfjallaland - Ísrael 29-28

Í kvöld: Tékkland - Þýskaland

Staðan: Svartfjallaland 6, Tékkland 2, Þýskaland 2, Ísrael 0.

C-riðill:

Tyrkland - Litháen 27-26

Noregur - Frakkland 22-29

Staðan: Frakkland 6, Noregur 4, Tyrkland 2, Litháen 0.

D-riðill:

Lettland - Slóvakía 28-24

Í kvöld: Ungverjaland - Króatía

Staðan: Ungverjalnd 4, Króatía 4, Lettland 2, Slóvakía 0.

E-riðill:

Úkraína - Holland 28-24

Í kvöld: Svíþjóð - Pólland

Staðan: Pólland 4, Svíþjóð 4, Úkraína 2, Holland 0.

F-riðill:

Rúmenía - Hvíta-Rússland 31-34

Slóvenía - Ísland 28-29

Staðan: Ísland 6, Slóvenía 3, Hvíta-Rússland 3, Rúmenía 0.

G-riðill:

Austurríki - Serbía 31-28

Í kvöld: Bosnía - Rússland

Staðan: Austurríki 4, Serbía 4, Rússland 2, Bosnía 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×