Viðskipti erlent

Hagnaður Goldman Sachs langt yfir væntingum

Hagnaður Goldman Sachs á fyrsta ársfjórðungi ársins var langt yfir væntingum sérfræðinga.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að hreinn hagnaður bankans hafi numið tæpum 2,3 milljörðum dollara eða um 270 milljarða króna. Þetta er 7% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Þessi hagnaður nemur 4,3 dollurum á hlut í  bankanum en sérfræðingar höfðu spáð 3,9 dollurum á hlut.

Eftir að uppgjör bankans var birt í morgun hækkuðu hlutabréf í honum um 1,3% í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×