Handbolti

Orðrómurinn staðfestur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rivera á bekknum hjá Spánverjum á HM í janúar.
Rivera á bekknum hjá Spánverjum á HM í janúar. Nordicphotos/AFP
Valero Rivera, þjálfari heimsmeistara Spánverja í handbolta karla, hefur staðfest að hann muni láta af störfum sem þjálfari liðsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Evrópska handknattleikssambandsins.

Undir stjórn Rivers varð Spánn heimsmeistari á heimavelli í upphafi árs og liðið hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á Evrópumótinu í Danmörku í janúar.

„Ég er þakklátur og stoltur yfir að hafa þjálfað landsliðið," sagði Rivera í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Orðrómur hefur verið uppi í töluverðan tíma þess efnis að Rivera myndi hætta. Sömuleiðis hefur hann verið orðaður við landslið Katar en HM fer fram í landinu árið 2015.


Tengdar fréttir

EM á ekki að snúast um mig

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, ætlar að hætta með danska landsliðið eftir EM karla í handbolta sem fer fram í Danmörku í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er eitt af þremur landsliðinum, sem hafa auk gestgjafana frá Danmörku, tryggt sér þátttökurétt á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×