Handbolti

EM á ekki að snúast um mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ulrik Wilbek
Ulrik Wilbek Mynd/AFP
Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, ætlar að hætta með danska landsliðið eftir EM karla í handbolta sem fer fram í Danmörku í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er eitt af þremur landsliðinum, sem hafa auk gestgjafana frá Danmörku, tryggt sér þátttökurétt á mótinu.

„Það er rétt að þetta verður síðasta stórmótið mitt og í síðasta sinn sem ég vel stórmótahóp. Það er samt mín von að EM í janúar næstkomandi snúist ekki um mig heldur frekar um að halda frábært mót," sagði Ulrik Wilbek í viðtali við Politiken.

Ulrik Wilbek tók við danska karlalandsliðinu árið 2005 og undir hans stjórn hefur danska landsliðið tvisvar sinnum orðið Evrópumeistari og alls unnið sex verðlaun á stórmótum með karlaliðinu auk þeirra sjö sem hann vann með kvennaliðinu.

„Ég hef ákveðið það að ég ætla ekki á ýta undir tilfinningafylleríið fram að mótinu í janúar. Við getum rætt þetta eftir að mótið er búið en fram að því þurfum við að einbeita okkur að því að setja alla orkuna í verkefnið. Við eigum að einbeita okkur að því að halda flott mót og ná góðum árangri með lið sem hefur verið í þremur úrslitaleikjum á síðustu 25 mánuðum," sagði Ulrik Wilbek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×