Viðskipti erlent

Lundbeck setur áfengispillu á markaðinn

Danska lyfjafyrirtækið Lundbeck hefur sett nýtt lyf á markaðinn en það hefur þau áhrif að draga úr áfengisneyslu þess sem tekur það.

Í tilkynningu frá Lundbeck í morgun kemur fram að lyfið, sem ber nafnið Selincro, sé það fyrsta sinnar tegundar sem kemur á markaðinn í Evrópu á síðustu tíu árum.

Þegar er byrjað að selja Selincro í Noregi, Finnlandi, Póllandi og baltnesku löndunum. Lundbeck segir að innan tíðar muni lyfið fást í fleiri löndum.

Selincro er fyrsta lyfið sem dregur úr áfengislöngun sem er viðurkennt er af heilbrigðisyfirvöldum. Önnur lyf eins og antabus hafa þann tilgang að stöðva drykkju alfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×