Körfubolti

Jakob og Hlynur flottir en Sundsvall tapaði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 23 stig fyrir Sundsvall Dragons sem tapaði 76-74 í öðrum leiknum í úrslitaeinvíginu gegn Södertälje Kings í sænska körfuboltanum.

Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en heimamenn leiddu með fimm stigum í hálfleik. Fyrir lokafjórðunginn stóðu leikar jafnir 55-55 en heimamenn lönduðu tveggja stiga sigri.

Jakob Örn og Hlynur Bæringsson voru með mesta framlagið hjá Drekunum. Jakob Örn skoraði 23 stig og hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Hlynur tók níu fráköst og sallaði þremur þristum úr sjö tilraunum.

Vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér meistaratitilinn.


Tengdar fréttir

Drekarnir töpuðu fyrsta leiknum

Sundsvall Dragons byrjaði ekki vel í lokaúrslitarimmunni um sænska meistaratitilinn í körfubolta. Liðið tapaði fyrir Södertälje Kings á heimavelli í kvöld, 72-66. Báðir Íslendingarnir í liði Sundsvall áttu góðan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×