Viðskipti erlent

Madonna hagnast um 450 milljónir á sölu málverks

Söngkonan Madonna hagnaðist um 450 milljónir kr. á því að selja eitt af málverkum sínum á uppboði hjá Sothby´s í New York í gærkvöldi.

Málverkið sem hér um ræðir er eftir listmálarann Fernand Leger og heitir Þrjár konur og rautt borð. Verkið er málað árið 1921 en Madonna keypti það á 3,4 milljónir dollar árið 1990.

Á uppboðinu fengust 7,2 milljónir dollara fyrir verkið og nemur hagnaður Madonnu því 3,8 milljónum dollara eða tæplega 450 milljónum kr.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að söluvirði málverksins muni renna til góðgerðarsamtaka á vegum Madonnu sem sérhæfa sig í að mennta stúlkur í Miðausturlöndum og Suður-Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×