Viðskipti erlent

Halldór Ragnarsson rekinn sem forstjóri Pihl & Sön

Halldóri P. Ragnarssyni forstjóra danska bygginga- og verktakarisans Pihl & Sön, móðurfélags Ístaks, hefur verið vikið frá störfum.  Hann hafði aðeins gengt stöðunni í eitt ár. Ákvörðun þessi var gerð opinber í dag í kjölfar birtingar á blóðrauðu uppgjöri verktakans fyrir síðasta ár.

Í frétt á vefsíðu Berlingske Tidende segir að 473 milljóna danskra kr., eða tæplega 10 milljarða kr.,  tap hafi verið á rekstri Pihl & Sön í fyrra. Þetta er yfir tvöfalt tapið á rekstrinum árið á undan.

Taprekstur Pihl & Sön stafar m.a. af vandmálum með fleiri verkefni utan Danmerkur en þau hafa kostað verktakann afskriftir upp á yfir hálfan milljarð danskra króna.

Í fréttinni segir að vegna þessara vandamála ætli Pihl & Sön að einbeita sér að markaðinum á Norðurlöndunum í framtíðinni.

Það verður Jens Nyhus frá byggingafyrirtækinu MT Höjgaard sem tekur við stöðunni af Halldóri P. Ragnarssyni. Nyhus getur hinsvegar ekki losnað undan starfssamningi sínum strax og því mun Jan-Gunnar Glave gegna stöðunni til bráðabirgða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×