Handbolti

Hansen fór í aðgerð í gær

Hansen í leik gegn Ungverjum.
Hansen í leik gegn Ungverjum.

Einn besti handboltamaður heims, Daninn Mikkel Hansen, fór í hnéaðgerð í gær en hnéð hefur verið að plaga hann lengi.

Vandræðin í hnénu á Hansen byrjuðu á síðasta ári og hann hefur ekki náð að beita sér sem skildi það sem af er þessu ári.

Hann var ekki líkur sjálfum sér á HM í janúar og duldist engum að hann gekk ekki heill til skógar. Hann hefur síðan ekki getað æft almennilega og því ekkert annað í stöðunni en að fara í aðgerð.

Tímabilinu í Frakklandi lauk um helgina og strax eftir leik fór Hansen til Danmerkur í aðgerðina. Hann mun því missa af æfingabúðum danska landsliðsins í júní en liðið er á leið til Íslands að æfa sig.

Hann ætti þó að vera klár í slaginn í byrjun næsta tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×