Handbolti

Magdeburg rúllaði yfir Gummersbach

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Kiel.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Kiel. Mynd. / Getty Images

Magdeburg vann frábæran sigur á Gummersbach, 41-31, en sigur liðsins var aldrei í hættu. Björgvin Páll Gústavsson átti fínan leik í marki Magdeburg og kom mikið við sögu. Magdeburg hafði aðeins eins marks forskot í hálfleik, 16-15, en gengu gjörsamlega frá gestunum í þeim síðari og unnu að lokum tíu marka sigur.

Kiel vann öruggan sigur, 33-29,  á Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en liðið átti í vandræðum í fyrri hálfleiknum og náðu aldrei að slíta sér almennilega frá Melsungen en staðan var 16-15 fyrir Kiel í hálfleik.

Melsungen var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og sást það greinilega á spilamennsku liðsins en gríðarleg barátta einkenndi leik liðsins og ekki að sjá að liðið væri að leika við besta lið landsins.

Undir lok leiksins náði Kiel að slíta sig frá heimamönnum og unnu að lokum fínan sigur 33-29. Guðjón Valur Sigurðsson átti fínan leik fyrir Kiel og gerði 3 mörk og það sama má segja um Aron Pálmarsson sem skoraði 3 mörk. Marko Vujin var markahæstur í liði Kiel með 8 mörk.

Liðið hefur nú þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn sem og þýska bikarmeistaratitilinn en Kiel tekur þátt í úrslitahelginni í Meistaradeild Evrópu um næstkomandi helgi og getur þá tryggt sér alla titla sem í boði eru annað árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×