Handbolti

Enn einn þjálfarinn gerir það gott í Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Þór Rúnarsson.
Björgvin Þór Rúnarsson.

Eyjamanninum Björgvini Þór Rúnarssyni stendur til boða að taka við norska B-deildarliðinu Strindheim.

Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta en Björgvin Þór hélt utan til Noregs fyrir síðasta tímabil. Hann tók á við karlaliði Öster/Volda og stýrði liðinu upp í norsku B-deildina strax í fyrstu tilraun.

Strindheim er stórt félag í Noregi og ætlar sér að byggja upp öflugt úrvalsdeildarfélag á næstu árum.

„Það er mikill heiður fyrir mig að vita af áhuga þeirra og sýnir bara hvað íslenskir þjálfarar eru mikils metnir hér,“ sagði Björgvin við Eyjafréttir en hann liggur nú undir feldi.

Fjölmargir íslenskir handboltaþjálfarar hafa gert það gott víða um Evrópu, ekki síst í Noregi. Nú síðast var Alfreð Örn Finnsson ráðinn til Storhamar og fleiri íslenskir þjálfarar eru á leið til Noregs, svo sem Einar Jónsson, fyrrum þjálfari Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×