Körfubolti

Stórt tap gegn Kýpur en brons í hús

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr leiknum gegn Kýpur í dag.
Úr leiknum gegn Kýpur í dag. Mynd/KKÍ

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik steinlá gegn Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag 81-52.

Axel Kárason, fyrirliði Íslands, skoraði fyrstu stig leiksins en við tók einstefna gestanna. Þeir héldu sínu striki allt til enda og 29 stiga sigur þeirra í höfn.

Íslenska liðið hefur lokið keppni á leikunum og hafnar í þriðja sæti af fimm þjóðum. Pétur Sigurðsson, þjálfari Íslands, sagði fyrstu mínútur leiksins hafa litið ágætlega út.

„Það stemmdi í hörkuleik en því miður þá virtumst við verða algjörlega bensínlausir og fótalausir. Við hættum að hitta úr skotunum okkar og fórum að gera okkur lífið mun erfiðara. Þeir gengu á lagið, þeirra sjálfstraust jókst og því fór sem fór."

Karlalandsliðið kemur næst saman í júlí þegar liðið heldur til Kína. Þá verða leiknir æfingaleikir við Dani hér á landi og loks undankeppni Evrópumótsins í ágúst þar sem Rúmenía og Búlgaría eru andstæðingarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×