Handbolti

Karabatic til Barcelona

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karabatic í leik með Montpellier.
Karabatic í leik með Montpellier. Nordicphotos/Getty

Nikola Karabatic hefur gengið til liðs við Barcelona. Sá franski verður í herbúðum Börsunga næstu fjögur árin.

Barcelona beið lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina gegn Hamburg. Í stað þess að sleikja sárin hafa þeir styrkt stöðu sína með samningnum við Karabatic.

Leikstjórnandinn 29 ára hefur spilað með Montpellier undanfarin ár. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með franska landsliðinu sem hefur verið óstöðvandi undanfarin ár.

Mikið var fjallað um Karabatic í vetur þegar upp komst að leikmenn Montpellier og makar höfðu veðjað á úrslit í leikjum liðsins.


Tengdar fréttir

Karabatic leystur undan samningi

Nikola Karabatic, einn besti handknattleiksmaður heims síðustu ár, er án félags eftir að Montpellier rifti samningi hans í gær.

Sex leikja bann fyrir veðmálasvindl

Einn besti handboltamaður heims, Frakkinn Nikola Karabatic, og sex aðrir leikmenn voru í gær úrskurðaðir í sex leikja bann vegna veðmálahneykslisins sem tröllreið öllu síðari hluta 2012.

Leikbanni Karabatic aflétt | Dómsmálinu ólokið

Áfrýjunardómstóll franska handboltasambandsins aflétti í dag sex leikja banni Nikola Karabatic og tveggja annarra leikmanna vegna ásakana um veðmálasvindl og hagræðingu úrslita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×