Handbolti

Þórir og félagar töpuðu fyrir Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jesper Nödesbo í leiknum í dag.
Jesper Nödesbo í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images

Barcelona er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir fimm marka sigur á pólska liðinu Kielce, 28-23.

Þórir Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Kielce í leiknum en staðan í hálfleik var 12-9, Börsungum í vil.

Pólverjarnir byrjuðu þó vel í seinni hálfleik og náðu að jafna metin. En Börsungar sigu þá fram úr og unnu nokkuð þægilegan sigur að lokum.

Arpad Sterbik átti góðan leik og varði til að mynda tvö vítaköst. Siarhei Rutenka átti einnig stórleik og skoraði átta mörk fyrir Börsunga. Manuel Strleck var markahæstur í liði Kielce með fjögur mörk.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn í dag og stóðu sig mjög vel. Hamburg og Kiel eigast svo við í síðari undanúrslitaleiknum síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×