Handbolti

Ahlm mun starfa sem íþróttastjóri hjá Kiel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marcus Ahlm fagnar hér þýska meistaratitlinum.
Marcus Ahlm fagnar hér þýska meistaratitlinum. Mynd / Getty Images

Handknattleiksmaðurinn Marcus Ahlm hefur lagt skóna á hilluna en hann hefur leikið með þýska stórliðinu Kiel  í 11 ár og orðið þýskur meistari átta sinnum með liðinu.

Svíinn mun aftur á móti ekki yfirgefa félagið en Ahlm mun taka við sem íþróttastjóri liðsins og starfa náið með Alfreð Gíslasyni, þjálfara liðsins.

Marcus Ahlm tók á móti þýska meistaratitlinum í síðustu viku sem fyrirliði liðsins en hann verður eins og áður segir áfram hjá liðinu.

Ahlm hefur oftast orðið þýskur deildarmeistari í sögu deildarinnar en hann deilir þeirri nafnbót með liðsfélaga sínum Christian Zeitz sem hefur einnig orðið meistari átta sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×