Viðskipti erlent

Google komið með flugleitarvél

Jóhannes Stefánsson skrifar
Google býður upp á sífellt meiri þjónustu.
Google býður upp á sífellt meiri þjónustu. GETTY
Netrisinn Google býður nú upp á leitarvélina Google Flights sem auðveldar notendum að finna ódýr flug. Við þetta bætist Google á markað flugleitarvéla á borð við Dohop og Momondo svo dæmi séu nefnd.

Eins og stendur hefur þjónustan ekki verið virkjuð fyrir flug frá Íslandi.

Leitarvélin er samþætt Google Maps og ber með sér einfaldleika sem einkennir gjarnan vörur Google. Sérkenni leitarvélarinnar er að með henni er hægt að leita myndrænt á korti, en ekki einungis með því að slá inn nafn viðkomandi borga í leitarglugga eða valmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×