Körfubolti

Missir af Kínaferðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Arnór í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Arnór í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Anton
Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, á við smávægileg meiðsli að stríða. Fyrir vikið missir hann af æfingaferð landsliðsins til Kína 16.-22. júlí.

Landsliðið hefur æft af kappi undanfarið en framundan eru leikir gegn Rúmeníu og Búlgaríu í undankeppni EM í byrjun ágúst. Kínaferðin er liður í undirbúningi fyrir leikina en auk þess mætir Ísland Dönum hér á landi 25. og 26. júlí.

Meiðsla Jóns Arnórs varð vart fyrst í morgun. Sækja þarf um vegabréfsáritun til Kína með miklum fyrirvara þannig að ekki var hægt að kalla leikmann inn í hans stað. Ísland mætir Kína, Makedóníu og Svartfjallalandi í Kína en síðarnefndu liðin undirbúa sig nú fyrir lokakepppni EM í Slóveníu í september.

Landsliðshópur Íslands sem heldur til Kína á þriðjudaginn er þannig skipaður:

Brynjar Þór Björnsson, KR

Haukur Helgi Pálsson, La Bruixa d'Or (áður Manresa)     

Jakob Örn Sigurðarson, Sundsvall Dragons    

Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík  

Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons

Martin Hermannsson, KR    

Axel Kárason, Værlose

Ragnar Nathanaelsson • Hamar

Hörður Axel Vilhjálmsson, án félags         

Logi Gunnarsson, án félags    

Pavel Ermolinskij, án félags   

Peter Ökvist, þjálfari

Pétur Már Sigurðsson, aðstoðarþjálfari

Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari

Jóhannes Marteinsson, sjúkraþjálfari

Hannes S. Jónsson, fararstjóri

Friðrik I. Rúnarsson, fararstjóri      

Darri Hilmarsson, Stefán Karel Torfason og Þorgrímur Kári Emilsson eru enn í æfingahópnum og munu vera með liðinu eftir að það kemur heim frá Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×