Körfubolti

Ice Save fagnaði sigri í Belfast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baldur Ólafsson (lengst til vinstri) ásamt gullstrákunum sínum í Belfast.
Baldur Ólafsson (lengst til vinstri) ásamt gullstrákunum sínum í Belfast. Mynd/Fésbókarsíða Lofts Þórs
Íslenskar körfuboltakempur komu, sáu og sigruðu á heimsleikum lögreglu- og slökkviliðsmanna í Belfast.

Íslenska liðið bar hið kostulega nafn Ice Save og er skemmst frá því að segja að liðið hafði töluverða yfirburði í keppni þrjátíu ára og eldri. Liðið lagði lið frá New York borg og sérsveit Katalóníu með miklum yfirburðum í riðli sínum á fimmtudag. Í gær fengu svo lögreglumenn frá Quebec að kenna á íslensku strákununm.

Liðið vann svo sigur í úrslitaleiknum í dag og eru því heimsmeistari. Meðal leikmanna íslenska liðsins eru Jón Ólafur Jónsson, Páll Kristinsson, Ingvaldur Magni Hafsteinsson og Loftur Þór Einarsson. Þá var Baldur Ólafsson að sjálfsögðu á sínum stað en lét sér nægja að stýra liðinu af bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×