Körfubolti

Nýr Kani til Grindavíkur | Vonast til að vinna í Kanalottóinu aftur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kendall Timmons.
Kendall Timmons. Mynd/AP
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningum við bandaríska leikmanninn Kendall Timmons.

Timmons getur bæði leikið í stöðu bakvarðar og framherja. Ætla má þó að hann muni spila meira í stöðu framherja ef marka má ummæli Sverris Þórs Sverrissonar í viðtali við Fréttablaðið í morgun.

Bandaríkjamaðurinn kemur frá Tulane háskólanum þaðan sem hann útskrifaðist í vor. Hann hefur nú atvinnumannaferil sinn með þeim gulklæddu í Grindavík.

„Það er vonandi að lukkan snúist aftur á sveif með okkur Grindvíkingum því eftir gott gengi í „ameríska lottóinu“ undanfarin ár drógum við stysta stráið síðast,“ segir á heimasíðu Grindavíkur.

Er þar vísað í Bandaríkjamanninn Chris Stephenson sem sendur var heim á dögunum þar sem hann hafði ekki sagt satt um meiðsli sín við Grindvíkinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×