Handbolti

Grosswallstadt klúðraði kjörstöðu í seinni hálfleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverre Andreas Jakobsson tekur á því í vörninni.
Sverre Andreas Jakobsson tekur á því í vörninni. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Sverre Andreas Jakobsson, Fannar Friðgeirson og félagar í Grosswallstadt töpuðu 28-31 á heimavelli á móti Bad Schwartau í þýsku b-deildinni í handbolta í kvöld þrátt fyrir að vera mest níu mörkum yfir í leiknum.

Sverre Andreas Jakobsson og Fannar Friðgeirson komust hvorugir á blað en fengu eina brottvísun hvor. Fannar reyndi tvo skot en þau rötuðu ekki rétta leið.

Großwallstadt tapaði fyrsta leik tímabilsins en var búið að vinna tvo síðustu leiki sína. Liðið féll úr þýsku úrvalsdeildinni í vor.

Sverre gaf tóninn í vörninni og var með varið skot, stolinn bolta og fiskaðan ruðning á fyrstu fimmtán mínútunum á meðan Grosswallstadt komst í 9-2. Grosswallstadt komst mest í 15-6 forystu og var 15-9 yfir í hálfleik.

Í seinni hálfleik fór hinsvegar allt í baklás og liðsmenn Bad Schwartau voru búnir að jafna í 22-22 þegar tólf mínútur voru eftir. Bad Schwartau var síðan sterkara á endasprettinum og tryggði sér 31-28 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×