Viðskipti erlent

Seldu 9 milljónir iPhone á þremur dögum

Kristján Hjálmarsson skrifar
Apple hefur selt níu millljónir iPhone á síðustu þremur dögum
Apple hefur selt níu millljónir iPhone á síðustu þremur dögum
Apple hefur selt um 9 milljónir af nýja iPhone 5S og iPhone 5C símunum eftir að þeir voru settir í sölu á föstudaginn var. Apple hefur aldrei selt jafn marga síma á opnunarhelgi.

Þegar iPhone 5 var tekinn í sölu seldust um 5 milljónir síma fyrstu helgina sem hann var í sölu. Salan á nýju símunum fór hins vegar langt fram úr væntingum og hækkuðu hlutabréf í Apple um 6% í gær.

Ein helsta ástæðan fyrir söluaukningunni er að nýju iPhone-símarnir voru einnig seldir í Kína fyrstu helgina en þegar iPhone 5 kom út hófst salan í Kína mörgum mánuðum seinna. Þá setti Apple einnig tvo síma á markað en ekki einn.

iPhone 5S, sem kemur gylltur, silfraður og grár að lit, kostar á milli 25 til 50 þúsund krónur í Bandaríkjunum en 5C týpan, sem kemur í bláu, grænu, bleiku, gulu og hvítu, kostar frá 10 til 25 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×