Handbolti

Andersson vongóður um að geta spilað á EM

Andersson í landsleik.
Andersson í landsleik.
Sænski landsliðsmaðurinn Kim Andersson heldur enn í þá von að geta spilað með sænska landsliðinu á EM í janúar.

Andersson hefur verið í vandræðum með öxlina á sér í mörg ár. Honum var ráðlagt að fara í aðgerð á dögunum en neitaði að taka þeim úrskurði.

Hann fór því og hitti sérfræðing hjá Barcelona sem segir ástandið ekki endilega kalla á aðgerð.

"Ég þarf að fara í sjúkraþjálfun í tvær vikur og svo þarf ég að æfa öðruvísi en áður. Ég veit ekki hvenær ég sný aftur út á völlinn en útlitið er betra en ég hélt," sagði Andersson en hann spilar með danska liðinu Kolding í dag.

Markmið Andersson er að vera kominn út á völlinn fyrir jól svo hann geti spilað með sænska landsliðinu á EM eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×