Handbolti

Guðmundur: Ég hef ekki skrifað undir neitt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Undanfarna daga hefur Guðmundur Guðmundsson verðir sterklega orðaður við landsliðþjálfarastöðu Dana.

Danir eru í óða önn að leita að arftaka Ulrik Wilbek en hann mun hætta með liðið eftir Evrópumótið í Danmörku í janúar.

Danir hafa boðað til blaðamannafundar á mánudaginn þar sem nýr þjálfari verður kynntur til sögunnar og þykir líklega að það verði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen.

„Ég hef fengið tilboð frá Dönum,“ staðfesti Guðmundur Guðmundsson í samtali við Handball-world eftir leik Rhein-Neckar Löwen og Lemgo í gær.

„Það sem skiptir máli núna er næsti leikur Rhein-Neckar Löwen í Celje um næstu helgi og ekkert annað. Við ætlum að ná í okkar fyrsta sigur í Meistaradeildinni á tímabilinu. Ég hef ekki skrifað undir neinn samning um annað starf og því lítið að ræða um.“

„Guðmundur Guðmundsson hefur komið fram við okkur af sanngirni og ávallt látið mig vita af öllum tilboðum,“ sagði Thorsten Storm, framkvæmdarstjóri Rhein-Neckar Löwen.

„Hann hefur klásúlu í sínum samningi sem gerir það að verkum að hann má í raun yfirgefa klúbbinn eftir tímabilið, en það hefur enginn ákvörðun verið tekinn. Vonandi verður hann hjá okkur til ársins 2015.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×