Körfubolti

Svakaleg sigurkarfa Gunnars í Ljónagryfjunni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Ólafsson var hetja Keflvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna í 88-85 sigri á erkifjendunum í Njarðvík. Gunnar setti þá niður þriggja stiga körfu í horninu fyrir framan stuðningsmenn Njarðvíkur þegar aðeins 0,6 sekúndur voru eftir af leiknum.

Gunnar Ólafsson er aðeins tvítugur og á sínu fyrsta tímabili með Keflavíkurliðinu og það er ekki slæmt að enda fyrsta Reykjanesbæjarslaginn sinn á þennan hátt.

„Það fór í raun og veru ekkert í gegnum hausinn, það var bara einn möguleiki og það var að setja skotið niður. Vöðvaminnið tekur í raun við, ég var ekki búinn að hitta vel í leiknum en ég gleymdi því bara og skaut í lokin," sagði Gunnar Ólafsson í viðtali við Árna Jóhannsson, blaðamann Vísis á leiknum í Njarðvík í kvöld.

Gunnar Ólafsson skoraði 11 stig í leiknum en hann var bara búinn að hitta úr einu af sex þriggja stiga skotum í leiknum þegar hann fékk boltann í horninu.

Það er hægt að sjá þessa svakalegu sigurkörfu með því að smella hér fyrir ofan en leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og það var að sjálfsögðu Svali Björgvinsson sem lýsti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×