Handbolti

Ólafur skoraði markið sem kom Kristianstad á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Mynd/HSÍ
Íslendingaliðin unnu og töpuðu í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad unnu sinn leik en lærisveinar Kristjáns Andréssonar urðu að sætta sig við tap á heimavelli.

Kristianstad vann þarna sinn fimmta sigur í röð og þessu tvö stig skiluðu liðinu upp í toppsætið. Eskilstuna Guif er áfram í fjórða sætinu nú fimm stigum á eftir.  

Ólafur Guðmundsson skoraði 5 mörk úr 12 skotum þegar Kristianstad vann 23-22 heimasigur í toppslagnum á móti HK Malmö. Ólafur skoraði 23 mark Kristianstad-liðsins þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka en hann koma þá sínu lið í 23-20. Malmö minnkaði muninn í eitt mark og fékk lokasókn leiksins en tókst ekki að tryggja sér stig.

Eskilstuna Guif tapaði 26-28 á heimavelli á móti Drott. Heimir Óli Heimisson skoraði eitt mark fyrir Guif og Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 af 25 skotum (40 prósent) í markinu.

Heimir Óli jafnaði metin í 26-26 með sínu eina marki þegar rétt tæpar fjórar mínútur voru eftir. Leikmenn Drott svöruðu hinsvegar með því að skora tvö síðustu mörkin í leiknum og tryggja sér góðan sigur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×