Handbolti

Stórleikurinn í Kiel sýndur beint á Vísi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson skorar alltaf mörk.
Guðjón Valur Sigurðsson skorar alltaf mörk. Nordicphotos/Getty
Leikirnir verða ekki mikið stærri en viðureign Kiel og Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Sebrahestarnir hans Alfreðs Gíslasonar í Kiel sitja í efsta sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir. Liðið hefur unnið tíu leiki af ellefu það sem af er móti.

Þýsku meistararnir fá hins vegar ærið verkefni í kvöld þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson mætir með Ljónin sín í heimsókn. Löwen situr í 2. sæti deildarinnar með 17 stig, þremur minna en Kiel.

Auk þjálfaranna eru landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson á mála hjá Kiel og Alexander Petersson, Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson leika með Löwen.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×