Handbolti

Wilbek: Fjórar þjóðir á EM með bestu leikmennina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handbolta.
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handbolta. Mynd/NordicPhotos/Getty
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handbolta, telur að þrjár þjóðir muni aðallega keppa um danska landsliðið um Evrópumeistaratitilinn í handbolta þegar EM fer fram í Danmörku eftir áramót.

Danir eru núverandi Evrópumeistarar og ætla að reyna að verða fyrstu gestgjafarnir í tólf ár (Svíþjóð 2002) til þess að vinna EM-gullið á heimavelli.

„Ég tel að Spánn, Frakkland, Króatía og Danmörk séu með bestu leikmennina á þessu móti," sagði Ulrik Wilbek við tv2.dk. Danir unnu Serbíu í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum.

Danir eru í riðli með Tékkum, Makedóníu og strákunum hans Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. Danska landsliðið þykir mjög sigurstranglegt á mótinu.

Danir og Spánverjar lenda saman í milliriðli en Frakkar og Króatar verða í hinum milliriðlinum. Íslenska landsliðið er með Spáni í riðli og mætir því Dönum í milliriðli komist Strákarnir okkar upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×