Handbolti

Létt hjá Snorra Steini og félögum í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/HSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
GOG Håndbold átti ekki í miklum vandræðum þegar liðið vann 17 marka heimasigur á Nordsjælland Håndbold, 39-22, í slag Íslendingaliða í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Landsliðsleikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir GOG Håndbold en markahæsti leikmaður liðsins var Morten Bjørnshauge með sex mörk.

Íslendingarnir Atli Ævar Ingólfsson (7 mörk) og Anton Rúnarsson (4 mörk) voru markahæstir hjá Nordsjælland-liðinu en það dugði ekki. GOG var komið í 20-8 í hálfleik og sigurinn var mjög öruggur allan tímann.

Þetta var þriðji sigur GOG Håndbold í röð en liðið er í 3. sæti deildarinnar á eftir KIF Kolding Kaupmannahöfn og Skjern Håndbold. Nordsjælland Håndbold er í 10. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×