Handbolti

Aron Rafn góður í markinu í sigri Guif

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson.
Aron Rafn Eðvarðsson. Mynd/Vilhelm
Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson átti flottan leik með Eskilstuna Guif þegar liðið vann tíu marka sigur á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad unnu á saman tíma öruggan sigur á Ystad.

Eskilstuna Guif vann 33-23 heimasigur á Malmö eftir að hafa verið 15-9 yfir í hálfleik.

Aron Rafn Eðvarðsson varði fimmtán skot eða 41 prósent skot sem á hann komu. Heimir Óli Heimisson skoraði tvö mörk en hann fiskaði einnig þrjú víti.

Það hefur svo sannarlega skipts á skin og skúrir hjá lærisveinum Kristjáns Andréssonar í Guif því liðið hefur unnið og tapað á víxl í öllum leikjum sínum frá því í öllum leikjum sínum frá því í byrjun október.

Ólafur Guðmundsson var með þrjú mörk og fimm stoðsendingar þegar Kristianstad vann 26-22 heimasigur á Ystad. Kristianstad og Lugi HF eru bæði með 27 stig í efstu tveimur sætum deildarinnar.

Þetta var áttundi heimasigur Kristianstad í röð en liðinu hefur ekki gengið nógu vel á útivelli að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×