Handbolti

Gunnar Steinn í liði umferðarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Heimasíða Nantes
Leikstjórnandi Nantes hefur verið verðlaunaður fyrir frábæra frammistöðu í sigurleiknum gegn PSG á dögunum.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði sjö mörk úr jafnmörgum tilraunum í góðum sigri Nantes á stórstjörnuliði PSG í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta á dögunum.

HK-ingurinn, sem er uppalinn hjá Fjölni, var valinn í lið umferðarinnar í Frakklandi fyrir frammistöðu sína. Gunnar Steinn er í hlutverki leikstjórnanda og er eini fulltrúi síns liðs í liðinu.

PSG á engan fulltrúa en Alexander Lynggaard og Miroslav Jurka, liðsfélagar Arnórs Atlasonar hjá St. Raphael, eru í liðinu. Arnór á við meiðsli að stríða eins og greint var frá á Vísi í dag.

Viðurkenningin er vonandi smá sárabót fyrir Gunnar Stein sem var einn af sjö leikmönnum sem féllu úr íslenska landsliðshópnum sem skorin var niður í 21 leikmenn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×