Handbolti

Sjö marka leikir hjá Ólafi og Antoni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Guðmundsson var valinn í lið síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni.
Ólafur Guðmundsson var valinn í lið síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni. Mynd/HSÍ
Ólafur Guðmundsson skoraði sjö mörk fyrir IFK Kristianstad er liðið steinlá 32-23 á útivelli gegn Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ólafur skoraði tvö marka sinna úr vítum en liðið hafði tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leiki kvöldsins. Såvehof er í fimmta sæti.

Aron Rafn Eðvarsson varði sex skot í marki Guif sem tapaði 28-25 á útivelli gegn Alingsås HK. Heimir Óli Heimisson nýtti færi sín vel, skoraði þrjú mörk úr þremur skotum og fiskaði tvö víti.

Anton Rúnarsson skoraði sjö mörk fyrir Nordsjælland og Atli Ævar Ingólfsson eitt í 29-20 tapi á heimavelli gegn toppliði Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Nordsjælland er í 11. sæti af 14 liðum með 7 stig.

Þá var Snorri Steinn Guðjónsson markahæstur í liði GOG með fimm mörk sem tapaði 33-32 á útivelli gegn Skanderborg. GOG er í fimmta sæti í deildinni með 20 stig.

Guðmundur Árni Ólafsson var ekki í leikmannahópi Mors-Thy sem tapaði 23-22 á útivelli gegn Århus. Mors-Thy er í 12. sæti deildarinnar með 6 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×