Viðskipti erlent

Snjallsímaloftnetin misgóð

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þrýst er á að farsímar verði merktir svo gæði gagnaflutnings þeirra sjáist.
Þrýst er á að farsímar verði merktir svo gæði gagnaflutnings þeirra sjáist. Nordicphotos/Getty Images
Fjarskiptaeftirlitsstofnanir Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hafa með bréfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins farið fram á að innleiddar verði merkingar á farsímtækjum með tilliti til hæfni þeirra til að nema merki frá fjarskiptasendum.

„Móttökugeta farsíma fer annars vegar eftir hæfni tækisins sjálfs og hins vegar eftir því hvernig notandinn heldur á símanum. Mikill munur getur verið á hæfni tækjanna til að taka á móti merkjum frá sendum,“ segir í tilkynningu á vef Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×