Sport

Tekst íslensku stelpunum að landa gullinu í fyrsta sinn frá 1997?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristrún Sigurjónsdóttir og Helena Sverrisdóttir verða í aðalhlutverki gegn heimakonum í dag.
Kristrún Sigurjónsdóttir og Helena Sverrisdóttir verða í aðalhlutverki gegn heimakonum í dag. Mynd/KKÍ

Íslenska kvennalandsliðið getur unnið sín fyrstu gullverðlaun á Smáþjóðaleikum í sextán ár þegar liðið mætir Lúxemborg í hreinum úrslitaleik í dag.

Ísland hefur aðeins einu sinni unnið gull á leiknum en það var á heimavelli árið 1997. Leikarnir voru þeir síðustu þar sem Anna María Sveinsdóttir, núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari, tók þátt sem leikmaður.

„Það var stór stund og mjög sætt því við höfðum aðeins einu sinni unnið gullverðlaun, á móti á Möltu árið áður. Við vorum með mjög sterkan hóp á þessum tíma,“ segir Anna María. Hún telur íslenska liðið eiga góða möguleika í dag.

„Ég vona að stelpurnar feti í fótspor okkar og vinni gullið.“

Árangur kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikunum

1989 á Kýpur - silfurverðlaun

1991 í Andorra - bronsverðlaun

1993 á Möltu - silfurverðlaun

1995 í Lúxemborg - silfurverðlaun

1997 á Íslandi - gullverðlaun

2003 á Möltu - bronsverðlaun

2005 í Andorra - silfurverðlaun

2009 á Kýpur - silfurverðlaun

Ekki var keppt í körfubolta kvenna fyrir árið 1989 og körfuboltakeppni kvenna féll einnig niður 1999, 2001, 2007 og 2011.

Samantekt:

Gull - 1 - (1997)

Silfur - 5 - (1989, 1993, 1995, 2005, 2009)

Brons - 2 - (1991, 2003)

Tölfræðin er unnin af Óskari Ófeigi Jónssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×