Körfubolti

Ekki í boði að misstíga sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Raunsær Öqvist segir verkefnið erfitt en möguleiki sé til staðar.
Raunsær Öqvist segir verkefnið erfitt en möguleiki sé til staðar. Fréttablaðið/Arnþór
Íslenska landsliðið í körfuknattleik mætir Dönum í æfingaleikjum í kvöld í Ásgarði og annað kvöld í Keflavík.

Leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni Evrópumótsins í körfubolta sem fram fer í Úkraínu árið 2015. Liðið mætir Búlgaríu og Rúmeníu að heiman og í Laugardalshöll á fyrsta stigi undankeppninnar um laust sæti á Evrópumótinu.

„Við megum varla misstíga okkur í þessari undankeppni til þess að eiga möguleika á því að komast á Evrópumótið,“ segir Peter Öqvist.

„Búlgararnir eru með frábært lið og þeir verða virkilega erfiðir við að eiga, sérstaklega á þeirra heimavelli. Rúmenar eru ekki með eins gott lið og við ættum að eiga fínan möguleika í þá leiki. Liðið er samt sem áður aðeins skipað leikmönnum sem leika utan heimalandsins og atvinnumönnum í hverri stöðu. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að þetta yrðu auðveld verkefni en þetta eru bæði mjög hávaxin liði og ærið verkefni fram undan.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×