Viðskipti erlent

Styttist í evrópskar bankareglur

Freyr Bjarnason skrifar
Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands (til hægri), ræðir við Margrethe Vestager, fjármálaráðherra Danmerkur.
Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands (til hægri), ræðir við Margrethe Vestager, fjármálaráðherra Danmerkur. Mynd/AP
Evrópskir fjármálaráðherrar eru nálægt samkomulagi sem eykur líkur á sameiginlegu regluverki Evrópulanda um fjármálafyrirtæki.

Tilgangurinn er að auka tiltrú á bönkum, auka aðhald gagnvart þeim og koma í veg fyrir að þeir geti ógnað efnahag heilu landanna, líkt og gerðist í bankahruninu hér.

Fjárhagsvandræði margra Evrópulanda eru rakin til þess að þau hafi þurft að hlaupa undir bagga með bönkum sínum.

Ráðherrar frá evrulöndunum sautján funduðu stíft í Brussel í gær áður en rætt var við kollega utan hópsins. Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands og leiðtogi evruhópsins, segir ráðherrana hafa lagt mikið á sig í leit að leiðum til að fjármagna aðgerðir til stuðnings bönkum sem standi höllum fæti.

Deilt hefur verið um hvort fjármagna eigi aðgerðir með skattfé. Þjóðverjar telja að bankarnir eigi sjálfir að annast þessar greiðslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×