Handbolti

Alfreð fékk riddarakross

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alfreð Gíslason var einn þeirra Íslendinga sem var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heiðraði ellefu Íslendinga við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag en Alfreð gat ekki verið viðstaddur athöfnina.

Alfreð var á dögunum útnefndur þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna annað árið í röð á dögunum en hann hefur náð frábærum árangri með þýska liðið Kiel undanfarin ár.

Alfreð hlaut riddarakross í dag fyrir framlag sitt til íþrótta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×