Viðskipti erlent

Japanir við það að kaupa Jim Beam

Elimar Hauksson skrifar
Suntory er við það að ganga frá kaupum á bandaríska vískýframleiðandanum Jim Beam.
Suntory er við það að ganga frá kaupum á bandaríska vískýframleiðandanum Jim Beam. Mynd/Getty
Japanski drykkjarvöruframleiðandinn Suntory er nú við að að ganga frá kaupum á bandaríska drykkjarvöruframleiðandanum, US beverage group Beam Inc, fyrirtækinu á bakvið Jim Beam bourbon viskýið. Frá þessu greinir á vef BBC.

Viðskiptin eru metin á um það bil 16 milljarða bandaríkjadala, tæplega 2000 milljarða íslenskra króna. 

Verði af viðskiptunum mun Suntory verða þriðji stærsti framleiðandi heims af eimuðum drykkjum en fyrirtækið framleiðir meðal annars japönsku viskýitegundirnar Yamakazi og Hakushu og skoska viskýið Bowmore. Suntory framleiðir einnig drykkina Lucozade og Ribena.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×