Handbolti

Ramune og Karen með tíu mörk saman í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Knútsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Karen Knútsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Valli
SönderjyskE, lið Ágústs Jóhannssonar og landsliðstelpnanna Karenar Knútsdóttur, Ramunu Pekerskyte og Stellu Sigurðardóttur, tapaði í kvöld með þremur mörkum á útivelli á móti Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Ramuna Pekerskyte skoraði sex mörk fyrir SönderjyskE og var næstmarkahæst á eftir Sofie Bæk Andersen sem skoraði átta mörk. Karen Knútsdóttir skoraði fjögur mörk í leiknum.

Rut Jónsdóttir spilaði ekki með Team Tvis Holstebro og Stella Sigurðardóttir var heldur ekki með SönderjyskE.

SönderjyskE var glæsilegan sigur á Viborg HK í fyrsta leik ársins 2014 en hefur síðan tapað fimm leikjum í röð. SönderjyskE er neðst í deildinni en Team Tvis Holstebro er í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×