Handbolti

Upp og niður hjá íslensku stelpunum á Norðurlöndunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hildigunnur Einarsdóttir og félagar unnu góðan sigur í kvöld.
Hildigunnur Einarsdóttir og félagar unnu góðan sigur í kvöld. Mynd/H
Hildigunnur Einarsdóttir og félagar í Tertnes unnu góðan sigur í norska handboltanum í kvöld. Í þetta skiptið urðu Oppsal IF á vegi Tertnes sem vann öruggan útisigur 30-23. Liðið hefur 15 stig í 5. sæti deildarinnar.

Storhamar, sem Alfreð Örn Finnsson þjálfar, vann góðan heimasigur 31-20 á Fredrikstad. Storhamar er í 2. sæti deildarinnar með 17 stig, sex stigum á eftir toppliði Larvik.

Íslendingaliðið SönderjyskE, sem landsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson þjálfar, tapaði 25-29 á heimavelli gegn FIF Kaupmannahöfn.

Þetta er þriðja tap SönderjyskE í röð sem þar áður tók sig til og vann tvo leiki í röð. Liðið er í botnsæti dönsku deildarinnar með fjögur stig.

Karen Knútsdóttir, Ramune Pekarskyte og Stella Sigurðardóttir spila með SönderjyskE. Tölfræði úr leiknum liggur ekki fyrir.

Sunna Jónsdóttir og félagar í BK Heid í sænska handboltanum steinlágu á útivelli gegn H 65 Höör. Sunna skoraði tvö mörk í 31-22 tapi.

BK Heid er í næstneðsta sæti deildarinnar með 2 stig eftir 14 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×