Handbolti

Afturelding vann í tvíframlengdum bikarslag | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
1. deildarlið Aftureldingar er komið áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á ÍBV í Mosfellsbæ í dag, 39-35.

Tvíframlengja þurfti leikinn og hafði Afturelding að lokum betur eftir að hafa náð myndarlegri forystu í síðari framlengingunni.

Staðan í hálfleik var 13-11, heimamönnum í vil, en Eyjamenn náðu undirtökunum í síðari hálfleik. Afturelding náði þó að jafna metin undir lok venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja.

Mosfellingar voru yfir lengst af í fyrri framlengingunni en ÍBV fékk vítakast í blálokin og tryggðu sér aðra framlengingu eftir að leiktíminn rann út.

En heimamenn reyndust sterkari á lokasprettinum sem fyrr segir og urðu þar með fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Hinir þrír leikirnir í fjórðungsúrslitunum fara fram annað kvöld.

Hér efst í fréttinni má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók í Mosfellsbæ í dag.

Afturelding - ÍBV 39-35 (11-13, 26-26, 32-32)

Mörk Aftureldingar: Kristinn Hrannar Bjarkason 11, Ágúst Birgisson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Fannar Helgi Rúnarsson 4, Birkir Benediktsson 4, Örn Ingi Bjarkason 3, Jóhann Jóhannsson 2, Davíð Hlíðdal Svansson 1, Einar Héðinsson 1, Hrafn Ingvarsson 1, Pétur Júníusson 1.

Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 8, Agnar Smári Jónsson 7, Andri Heimir Friðriksson 6, Róbert Aron Hostert 6, Grétar Eyþórsson 3, Dagur Arnarsson 3, Guðni Ingvarsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×