Handbolti

Hans Lindberg skoraði fimmtán mörk í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hans Lindberg.
Hans Lindberg. Vísir/Getty
Hans Lindberg, danski hornamaðurinn sem á íslenska foreldra, fór á kostum í kvöld í sex marka sigri HSV Hamburg á MT Melsungen, 37-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Hans Lindberg skoraði fimmtán mörk í leiknum og það úr aðeins átján skotum. Sex marka hans komu af vítalínunni. Lindberg átti einnig tvær stoðsendingar á félaga sína.

Lindberg skoraði sex mörk í fyrri hálfleiknum og níu mörk í þeim síðari. Staðan var 17-17 í hálfleik.

Hans Lindberg skoraði níu mörkum meira en næstmarkahæsti maður HSV Hamburg en sænski línumaðurinn Andreas Nilsson  var með sex mörk.

HSV Hamburg komst upp fyrir bæði Flensburg-Handewitt og Füchse Berlin með þessum sigri og upp að hlið Rhein-Neckar Löwen í 2. sæti deildarinnar en bæði lið hafa nú 35 stig eða fimm stigum minna en topplið Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×